Hilmar nálægt Íslandsmeti sínu

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson keppti nýlega í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Hilmar átti tvö köst yfir 75 metra en það lengsta var 75,09 metrar. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar frá árinu 2019 og var Hilmar því alveg við sinn besta árangur.

Hilmar Örn keppti aftur síðastliðinn sunnudag á Bikarkastmóti ÍR þar sem hann kastaði 74,60 metra. Á Evrópulistanum er Hilmar í 17. sæti yfir ársbestu árangra. Í heiminum á hann 19. lengsta kastið í ár.