Helga Margrét Þorsteinsdóttir hætt keppni í sjöþraut á EM

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að hætta keppni í sjöþraut eftir kúluvarpið.  Hún var langt frá sínu besta í fyrstu greinum þrautarinnar enda ný lokið keppni á HM 19 ára og yngri með frábærum árangri og fékk brons að launum þar.
 
Þá hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á EM.  Það sem ber hæst er árangur Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti en hún náði 10. sæti.  Ennfremur má geta að Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson hljóp 400m grindarhlaup á 58,34sek en hún á best 58,31sek. og Þorsteinn Ingvarsson stökk 7,59cm í langstökki og hann á best 7,79cm.
 
Góða ferð heim til Íslands.

FRÍ Author