Helga Margrét setur nýtt íslandsmet í fimmtarþraut

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni var rétt í þessu að ljúka fimmtarþraut á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Tallin, Eistlandi. Þetta er fyrsta þrautarkeppnin sem hún tekur þátt í vetur og gerði hún sér lítið fyrir og setti glæsilegt Íslandsmet. Nýja Íslandsmetið er 4298 stig en gamla metið átti hún sjálf en það var 4205 stig sett í Stokkhólmi 2010. Helga Margrét varð í öðru sæti á mótinu á eftir Lauru Ikauniece frá Lettlandi sem hlaut 4.346 stig.
Árangur einstakra greina í Tallin var eftirfarandi: 60m grindarhlaup 9,03s, hástökk 1,74m, kúluvarp 14,74m, langstökk 5,59 og 800m hlaup 2:12,97

FRÍ Author