Helga Margrét, Íris og Sveinn Elías á heimsmeistaramót unglinga

Þrír keppendur hafa verið valdir til að keppa á heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri, sem fram fer í Bydgoszcz í Pólandi og hefst nk. þriðjudag. Eftirfarandi íþróttafólk var valið:
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, sem keppir í sjöþraut.
* Íris Anna Skúladóttir, Fjölni, sem keppir í 3000m hindrunarhlaupi.
* Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, sem keppir í tugþraut.
 
Öll þrjú náðu tilskyldum lágmörkum fyrir mótið. Íris Anna keppir strax á fyrsta keppnisdegi mótins nk. þriðjudag. Á miðvikudaginn hefur Sveinn Elías keppni í tugþraut og á föstudaginn er fyrri keppnisdagur í sjöþraut kvenna.
 
Þau Íris, Helga og Sveinn hafa öll verið að standa sig vel að undanförnu, en þau Helga Margrét og Sveinn urðu m.a. Norðurlandameistarar í sjöþraut/tugþraut á dögunum og þá bætti Helga Margrét íslandsmetið í sjöþraut um 122 stig fyrir hálfum mánuði í Tékklandi. Íris Anna bætti eigið íslandsmet í 3000m hindrunarhlaupi fyrir 12 dögum um rúmalega hálfa mínútu.
 
Þjálfarar í ferðinni verða þeir Stefán Jóhannsson og Guðmundur Hólmar Jónsson, en Stefán er persónu-
legur þjálfari allra þessara einstaklinga. Guðmundur Hólmar þjálfaði Helgu Margréti í nokkur ár hjá
USVH, áður en hún flutti til Reykjavíkur sl. haust og gekk til liðs við Ármann.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author