Helga Margrét í 13. sæti eftir tvær greinar á HM unglinga

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hóf í morgun keppni í sjöþraut á HM unglinga 19 ára og yngri í Bydgoszcz.
Helga hjóp 100m grindahlaup á 15,07 sek.(-1,5m/s), sem var 16. besti tíminn og fékk 832 stig. Þetta
er 30/100 úr sek. frá hennar besta tíma, sem er 14,77 sek. frá sl. ári.
Helga stökk síðan 1,72 metra í hástökki og bætti sig um 1 sm og varð í 8.-10. sæti og fékk 879 stig.
Helga er í 13. sæti af þeim 24 stúlkum sem hófu keppni í sjöþrautinni í morgun með 1711 stig og lofar byrjunin góðu fyrir framhaldið. Helga Margrét verður 17 ára síðar á þessu ári, svo hún á ennþá tvö ár eftir í þessum aldursflokki.
 
Næstu greinar í dag eru svo kúluvarp (kl. 15:10 að ísl. tíma) og að lokum 200m hlaup (kl. 16:45). Helga á þriðja besta árangur keppenda í kúluvarpi og áttunda besta tíma í 200m hlaupi, svo ekki er ólíklegt að Helga nái að vinna sig upp um einhver sæti eftir þær greinar ef allt gengur að óskum.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author