Helga Margrét er í 7. sæti eftir fyrri dag, bæting í 200m

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í 7. sæti á HM unglinga í sjöþraut eftir fyrri keppnisdag. Helga hljóp 200m á 24,95 sek.(-0,5m/s) og bætti sinn besta árangur um 12/100 úr sek. Helga varð í 5. sæti í 200m hlaupinu og vann sig upp um fjögur sæti úr því ellefta í sjöunda sæti. Helga fékk 891 stig fyrir 200m hlaupið og er komin með samtals 3318 stig.
Þetta er 10 stigum meira en hún var með eftir fyrri dag, þegar hún setti íslandsmet sitt í sl. mánuði, 5524 stig.
Seinni dagur sjöþrautarkeppninnar í Bydgoszcz hefst síðan eftir hádegi á morgun, en þá verður keppt í langstökki, spjótkasti og að lokum 800m hlaupi. Ef allt gengur upp á morgun á Helga góða möguleika á því að bæta íslandsmet sitt. Í metþrautinn stökk Helga 5,57m í langstökki, kastaði spjótinu 39,62m og hljóp 800m á 2:19,08 mín.
Árangur Helgu í dag:
100m grind: 15,07s (-1,5m/s)
Hástökk: 1,72m (bæting um 1 sm)
Kúluvarp: 12,73m
200m: 24,95s (-0,5m/s, bæting um 12/100 úr sek.).
 
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author