Helga Margrét í öðru sæti. Sveinbjörg með lágmark á HM unglinga

Sveinbjörg bætti sinn árangur í öllum greinum sjöþrautarinnar og stökk 6,10 m sem er jafn lágmarksárangri á HM unglinga í Moncton í Kanada í næsta mánuði. Áður höfðu bæði Helga Margrét og Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR náð lágmarkinu. Helga í sjöþraut og Hulda í stangarstökki.
 
Árangur þeirra Helgu og Sveinbjargar var í einstökum greinum sem hér segir: Langstökk 5,52 m hjá Helgu og 6,10 hjá Sveinbjörgu eins og áður sagði. Spjótkast 50,77 m hjá Helgu Margréti og 35,30 m hjá Sveinbjörgu. Í 800 m hljóp Helga Margrét á 2:14,84 mín. sem er persónulegt og Sveinbjörg fór á 2:29,36 mín sem er einnig bæting en hún bætti sinn árangur í öllu greinum sjöþrautarinnar.
 
Glæsilegur árangur!

FRÍ Author