Helga Steinunn Guðmundsdóttir fulltrúi ÍSÍ afhenti nöfnu sinni merkið ásamt kveðju og þakklæti frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Helga þakkaði fyrir sig og sagði m.a. annars ,,að nýjir tímar, krefðust nýrra leiða og nálgunar en biðu jafnframt upp á nýja möguleika og ný ævintýri íþróttafólki til handa".
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar Helgu til hamingju með viðurkenninguna og þakkir fyrir hennar störf.
Helga hlaut gullmerki FRÍ árið 1985.