Helen Ólafsdóttir í 62. sæti í Berlínarmaraþoninu

 Sigurvegari í kvennaflokki var Tirfi Tsegaye frá Eþíópíu en hún kom í mark á tímanum 2:20,18 klst.  Í karlaflokki féll heimsmetið en það var Dennis Kimetto frá Kenýa sem sló það og kom í mark á tímanum 2:02,57 klst.
 
Alls tóku 77 Íslendingar þátt í hlaupinu að þessu sinni.  Bestan árangur karlmanns átti Stefán Guðmundsson en hann hafnaði í 117. sæti á tímanum 2:35,22 klst.  

FRÍ Author