Heimsmeistaramót í utanvegahlaupi

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupi verður haldið í Portúgal 29.október næstkomandi. Íslendingar eiga þar þrjá fulltrúa en þeir eru Þorbergur Ingi Jónsson, Guðni Páll Pálsson og Örvar Steingrímsson. Liðsstjórar verða Sævar Helgason, Söra Dögg Pétursdóttir. Hlaupið er 85 km og verður um 5 km hækkun. Heilmikill undirbúningur hefur farið fram síðustu mánuði eins og fram kom í viðtali við þá félaga í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær (tími 1:46) www.ruv.is/sarpurinn/ruv/ithrottir/20161025. Þeir eru með sérstaka Facebook síðu vegna hlaupsins sem er www.facebook.com/icelandtrailworldchamp/ Við óskum þeim góðs gengis á laugardaginn!

FRÍ Author