Heimsleikar unglinga í Gautaborg

Kristinn Torfason FH keppti í langstökki og stökk 7,73m og varð í öðru sæti en því miður var meðvindur -2,2 en þetta lofar góðu fyrir framhaldið.  
 
Trausti Stefánsson FH bætti sig í 400m hlaupi þegar hann hljóp á 48,69 og varð í 5 sæti af 63 keppendum.  Hann hljóp 200m og hljóp á 22,09. Bjartmar Örnuson UFA bætti sig einnig í 400m hlaupi þegar hann hljóp á 49,56 og varð í 15 sæti og hann keppti einnig í 800m og hljóp á 1:52,45 og varð í 7 sæti af 57 keppendurm.  Haraldur Einarsson HSK bætti sig einnig í 400m og hljóp á 49,62 og varð í 16 sæti. 
 
Óli Tómas Freysson FH keppti í 100m hlaupi og hljóp á 10,90 í riðlum og 10,92 í úrslitum og endaði í 13 sæti af 19 keppendum.
 
Björg Gunnarsdóttir ÍR bætti sig í 400m hlaupi þegar hún hljóp á 57,32 og varð í 3 sæti af 41 keppenda.
 
Björgvin Víkingsson FH keppti í 400m grindarhlaupi og hljóp á 53,12 og varð í 5 sæti af 24 keppendum.
 
María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni keppti í nokkrum greinum en hún náði góðum árangri í 100m grindarhlaupi þegar hún hljóp á 14,82 og varð í 4 sæti af 9 keppendum.
 
Sjá nánari úrslit á eftirfarandi slóð:
http://www.trackandfield.se/resultat/2011/110708.htm

FRÍ Author