Hástökks og kúluvarpsumfjöllun í NSA

Jürgen Schiffer gefur í sinni grein yfirlit um þróun tækni í hástökki og er sú grein áhugaverð fyrir þá sem vilja fá gott yfirlit um sögu greinarinnar og þróun.  Hann fjallar einnig um mikilvæg atriði atrennu og uppstökks sem vert er að hafa í huga.  Þá er umfjöllun um afleiðingar breytinga frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA) á framkvæmd keppni í hástökki í Evrópubikarnum. Því næst er umfjöllun Wolfgang Ritzdorf á atrennu í hástökki, bæði tæknilegum atriðum og þjálfunarlegum.
 
Í grein  fimm prófessora frá Granada og Valencia er farið yfir hreyfigreiningu í kúluvarpi, skv. niðurstöðum rannsókna á aðferðarfræði og árangri keppenda í kúluvarpi, sem fram fór á Heimsmeistaramótinu innanhúss sem fram fór í Valencia árið 2008.
 
Dr. Basile Grammaticos sem jafnframt er forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Frakklands (CNRS) fjallar um stigatölfur unglinga. Hans niðurstöður eru að þær taki ekki nægilegt tillit til lífaldurs íþróttamanna, en bendir á að ekki liggi fyrir nægilegar rannsóknarniðurstöður til að byggja á
 
Loks er grein eftir Susanne Kroesche sem gerir grein fyrir rannsóknum sínum við Íþróttaháskólan í Köln á þjálfun vegna meiðsla í hásin. Þar sem vandamál í hásin geta haft víðtækari afleiðingar fjallar höfundur einnig um fyribyggjandi þjálfun gegn nýjum og endurteknum meiðslum.
 
Fyir þá sem áhuga hafa á áskrift á New Studies in Athletics (NSA) er bent að hafa samband við Vicky Brennan hjá skrifstofu IAAF. Hægt er að senda henni tölvupóst á netfangið: vicky@iaaf.org 

FRÍ Author