Haraldur með HSK met á sínu fyrsta móti í ár

Haraldur Einarsson HSK/ Selfoss  tók þátt sem gestur  á Reykjavíkurmeistaramótinu sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni þann 8. janúar sl. 

Haraldur stóð sig frábærlega á fyrsta mótinu sem hann tekur þátt í á innanhússtímabilinu og sigraði 60m hlaupið á perónulegu meti, 7,20s , en hann átti best áður 7,31s.  Í 200m hlaupinu bætti hann eigið HSK met í karlaflokki er hann kom annar í mark á tímanum 22,92s en fyrra met hans var 23,15s. 

Sannarlega frábær byrjun hjá Haraldi en mörg verkefni eru framundan. Héraðsmót í þessari viku og næstu og þá hefur honum verið boðin þátttaka á Reykjavík International leikunum sem haldnir verða í Frjálsíþróttahöllinni á laugardaginn en þar mun hann etja kappi við bestu hlaupara landsins í 60m og 400m. Aðrir iðkendur HSK/ Selfoss sem hefur verið boðið á leikana eru þau Hreinn Heiðar Jóhannsson, Fjóla Signý Hannesdóttir, Þórhildur Helga Guðjónsdóttir, Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Sólveig Helga Guðjónsdóttir , Agnes Erlingsdóttir og Eva Lind Elíasdóttir.

FRÍ Author