Hafdís og Kristinn með bestu afrekin á Meistaramóti Íslands um helgina

Bergur Ingi Pétursson FH sýndi að hann er að komast í form að nýju eftir erfið bakmeiðsli en hann vann næst besta afrek karls þegar hann þeytti sleggjunni 70,14 m, en fyrir það hýtur hann 1020 stig sem var næstbesta afrek karls á mótinu.
 
Kári Steinn Karlsson Breiðablik vann 5000 m hlaupið á mjög góðum tíma, eða 14:48,07 mín. og Ásdís Hjálmsdóttir kastaði spjótinu lengst allra kvenna eða 56,56 m. Hún átti jafna og góða kastseríu, en hún átti fjögur köst um 54 eða lengra, sem sýnir að hún er að ná sér á gott strik aftur. Óli Tómas Freysson FH sigraði nokkuð sannfærandi í 100 m hlaupi á 10,41 sek, en of mikil vindur var til að hlaupið geti talist löglegt, Sveinn Elías Elíasson Fjölni varð annar á 10,63 sek.  Tími Óla Tómasar, 10,41 sek., er að öllum líkindum hraðasta hlaup Íslendings frá upphafi. Dæmið snérist við hins vegar í 200 m hlaupi þar sem Sveinn Elías bar sigur úr býtum, en Óli Tómas varð annar. Hafdís Sigurðardóttir var höfðuð og herðar yfir keppnauta sína í 100 og 200 m hlaupum, en hún kom fyrst í mark á 11,96 sek og 25,28 sek. Björg Gunnarsdóttir ÍR sigraði í 400 m hlaupi kvenna, en Trausti Stefánsson FH í 400 m hlaupi karla. Hilmar Örn Jónsson ÍR setti nýtt með í 15 ára piltafokki í sleggjukasti með 7,25 kg. sleggju, en hann kastaði lengst 44,93 m. Snorri Sigurðsson ÍR sigraði í nokkuð taktísku 800 m hlaupi á 1 mín 58,77 sek, en hann er óðum að komast í keppnisform aftur eftir meiðsli sem hann hlaut í Bikarkeppninni í fyrra.
 
Í stigakeppni kvenna sigraði sveit FH, eins og áður sagði, með 13.966, en í öðru sæti var sveit HSK/Selfoss með 12.697 stig. og ÍR í því þriðja með 12.535 stig. Yfirburðir FH voru nokkrir í karlakeppninni þen þar hlutu þeir 20.668 stig eða rúmlega 9 þúsund fleiri en næsta lið á eftir sem var ÍR sem hlaup 11.434 stig, en Breiðablik varð í þriðja sæti með 9.324 stig.
 
Góð þátttaka var á mótinu, en alls voru 185 keppendur skráðir til leiks. Vegna of mikils meðvinds er ekki hægt að staðfesta árangur í spretthlaupum eða í langstökki og þrístökki. Óhagstæður vindur hefur einnig áhrif á árangur í öðrum greinum t.d. spjótkasti, stangarstökki og jafnvel hástökki.
 
Öll úrslit mótsins er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author