Hafdís átti glæsilegt ár í frjálsíþróttavellinum. Hún setti Íslandsmet í langstökki kvenna, 6,36 m, og einnig í 60 m hlaupi, 7,68 s, og 300 m hlaupi, 38,59 s utanhúss. Hafdís var stigahæsti spretthlaupari landsins. Hún hlaut Jónsbikarinn fyrir afrek sitt í 200 m hlaupi sem hún hljóp á 23,81 s og hlaut 1072 stig fyrir árangur sinn samkvæmt stigatöflu IAAF. Að auki átti Hafdís besta árangur ársins í 100 m hlaupi og 400 m hlaupi auk þrístökks.
Samtals vann Hafdís sex Íslandsmeistaratitla á árinu.
Hafdís er nú meðlimur í Ólympíuhópi FRÍ í langstökki, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi.
Annar í kjörinu varð Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar og þriðji varð Ingvar Þór Jónsson frá Skautafélagi Akureyrar.