Hafdís Sigurðardóttir hefur lokið keppni í langstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Glasgow í Skotlandi.
Lengsta stökk Hafdísar kom í þriðju og síðustu tilraun og var 6,34 metrar. Hafdís varð í 16. sæti en átta efstu fóru í úrslit. Íslandsmet Hafdísar er 6,54 metrar og hefði sá árangur dugað inn í úrslit en sú seinasta inn í úrslit stökk 6,50 metra. Ivana Spanovic frá Serbíu stökk lengst eða 6,79 metra.
Flottur árangur hjá Hafdísi sem og Hlyni Andréssyni sem keppti í 3000 metra hlaupi í gær gegn fremsta frjálsíþróttafólki Evrópu.