Gunnlaugur með góðan árangur á HM í 24 tíma hlaupi

Heimsmeistari í karlaflokki var Jon Olsen frá USA sem hljóp 269,7 km og Mami Kudo frá Japan í kvennaflokki en hún hljóp 252.2 km sem er jafnframt heimsmet. Veður var frekar erfitt á meðan á hlaupinu stóð, frekar kalt og töluverður vindur fyrstu 12 tímana en þá fór að rigna. Það rigndi verulega í allt að sex tíma en stytti svo upp.
 
Alls tóku keppendur frá 36 löndum þátt í hlaupinu og fengu 242 skráðan árangur. Margir hættu vegna kulda og annarra aðstæðna sem komu upp.

FRÍ Author