Gull og silfur hjá konunum í boðhlaupum

Karlasveitin í 4×100 m boðhlaupi var dæmd úr leik og sveitin í 4×400 hætti við þátttöku þar sem Trausti Stefánsson hafði tognað í 200 m hlaupinu fyrr um daginn.
 
Fyrr í dag kepptu þær í kúluvarpi, Sveinbjörg Zophoníasdóttir sem varð í 3. sæti með 12,49 m og María Rún Gunnlaugsdóttir 4. með 10,92 m. Rannveig Oddsdóttir varð fimmta í 5000 m hlaupi, en hún kom í mark á tímanum 18:07,24 mín. Þetta er besti árangur hennar í þessari vegalengd, en hún átti best áður 18:31,53 mín. frá því fyrir um þremur árum síðan.

FRÍ Author