Guðni Valur Guðnason keppir á morgun í undankeppni kringlukastsins í RÍÓ

Þarna verða margar stjörnur í kringlukast heiminum sem allar eru saman komnar til að eiga besta keppnisdag ársins 2016. Þekkt nöfn eru Gerd Kanter frá Eistlandi sem Vésteinn Hafsteinsson hefur þjálfað um nokkurt skeið en hann á yfir 73 m best, reyndar aðeins rétt yfir 65 m best í ár. Einnig verður þar Robert Harting frá Þýskalandi sem á best 70.66m og síðan Piotr Malachowski frá Póllandi sem á best 71.84 m.
 
Guðni Valur er í seinni kasthópnum þar sem keppni hefst kl. 10:55 eða 13:55 að íslenskum tíma. Guðni þarf að kasta amk. 65 metra eða verða í topp 12 af þessum 35 manna hópi til að komast áfram í úrslitin. Guðni Valur á best 63.50 m en hefur lengst kastað 61.20 m á þessu ári. Við sendum Guðna Val góðar kveðjur og vonum að honum gangi sem allra best og bæti sinn besta árangur hingað til. Íslandsmetið er 67.64 metrar sett á Selfossi 31. maí 1989 af Vésteini Hafsteinssyni. Það er því vel komið til ára sinna og vert markmið að ná því á næstu 2 árum.

FRÍ Author