Guðni Valur Guðnason 21. í Kringlukasti í RÍÓ

 Guðni Valur Guðnason, hefur lokið keppni í RÍÓ. Fyrsta kast hans var 53,51m, annað 60.45m og það þriðja 59.37m. Hann endaði 14. í sinni kast grúppu en 60.45 m er 5. besti árangur Guðna frá upphafi. Hann endaði í 21. sæti af 34 keppendum og áttu allir sem enduð fyrir aftan hann á úrslitastundinni í dag betri árangur en hann þannig að Guðni getur vel við unað auk þess sem það er gott að kasta yfir 60m í slíkri keppni sem Ólympíuleikarnir eru. Aðeins 12 kastarar taka þátt í úrslitunum en Guðni hefði þurft að kasta 62.69 m til að ná inn en aðeins tveir kastarar náðu inn með "sjálfvirkum" árangri 65.50m. Til hamingju Guðni og Pétur

FRÍ Author