Guðni í Tokyo

Guðni Valur Guðnason keppir á sínum öðrum Ólympíuleikum í Tokyo, Japan aðfaranótt föstudags.

„Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best. Æfingar aðstaðan hjá Kokushikan háskólanum þokkaleg fyrir Kringlukast og þægileg fyrir lyftingar. Hrikalegur old school lyftingar klefi með frábærum anda. Enginn loftkæling en það var nú búið að græja fyrir okkur viftur sem við vorum með. Það var nú möguleiki að fara í loftkældan klefa en andinn í þessum góða old school klefa á vellinum var of góður til að lyfta ekki í honum. Eftir hverja æfingu var síðan græjað ísbað fyrir mann og var svakalega gott að fara í það eftir æfingar þar sem hitastigið er mikið hérna í Japan.
En æfingar hafa gengið vel og er fílingurinn að verða betri og betri.“

Eftir æfingabúðirnar í Tama var leiðinni haldið í Ólympíuþorpið.

„Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg. Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn. Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kast æfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist“

Leikarnir eru sýndir á RÚV og hefst útsending á frjálsum íþróttum á fimmtudags kvöld klukkan 23:50. Keppt er í tveimur kast hópum og er Guðni í seinni hópnum. Fyrri hópurinn kastar um klukkan 00:45 og seinni hópur klukkan 02:20 (30.07).

Tímaseðill og úrslit