Guðbjörg Jóna með brons í 200m

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lauk keppni á EM U18 með stæl þegar hún endaði í 3. sæti í 200 metra spretthlaupi. Hún hljóp á tímanum 23,73 sekúndum. Guðbjörg varð Evrópumeistari í 100m í flokki stúlkna 16-17 ára í gær.

Glæsilegur árangur hjá henni sem og hinum íslensku keppendunum. Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Valdimar Hjalti Erlendsson komust í úrslit í sínum greinum og Birna Kristín Kristjánsdóttir keppti í langstökki og Helga Margrét Haraldsdóttir í kúluvarpi. Flott mót hjá okkar keppendum sem voru mörg hver að stíga sín fyrstu skref á stórmóti.

Þau munu líklegast flest keppa á Meistaramóti Íslands sem fer fram á Sauðárkróki næstu helgi. Það verður gaman að fylgjast með þeim þar sem og vonandi á fleiri stórmótum í framtíðinni.

Næst á dagskrá er hins vegar HM U20 í Finnlandi sem hefst á þriðjudaginn 10. júlí. Þar mun Andrea Ósk Kolbeinsdóttir keppa í 3000 metra hindrunarhlaupi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi og Tiana Ósk Whitworth í 100 metra spretthlaupi.