Þetta mikla áhorf skýrist að miklu leyti til glæsilegs árangurs Anítu Hinriksdóttur, þó það eitt skýri ekki þetta mikla áhorf. Fyrri kannanir hafa sýnt mikinn áhuga á frjálsíþróttum í sjónvarpinu og voru útsendingar frá Demanta- og Gullmótunum meðal vinsælasta dagskrárliðum sjónvarpsins meðan þeirra naut við.
Um tólf þúsund manns fylgdust með útsendingum á netinu hér á landi frá Rieti og um tæplega fimm þúsund manns hlóðu niður myndskeiðum frá mótinu.
Mest netáhorfið var í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni og þar næst Íslandi. Næst á eftir Íslandi voru Frakkland og Svíþjóð. Þessar þjóðir eru um 40-240 sinnum fjölmennari en við
Þegar kemur að myndskeiðum (VOD) er Íslendingar í hópi með Finnum og Svisslendingum, hvað fjölda varðar, en þessar þjóðir eru um tuttugu sinnum fjölmennari en Íslendingar.