Gott mót og bætingar á innafélagsmóti ÍR

Jafnir í 3.- 4. voru þeir Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki og Óskar Markús Ólafsson Aftureldingu með 4,31 m, en árangur Óskars er met í flokki 16-17 ára pilta.

Jóhanna Ingadóttir ÍR stökk 11,75m á sínu fyrsta móti á þessu vori, sem er hennar besta byrjun frá því árið 2009. Stalla hennar úr ÍR Sigurlaug Helgadóttir var nálægt sínu besta þegar hún varð önnur í þrístökkinu með 10,93m stökki. Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR sem keppir í sjöþraut á Tenerife um næstu helgi setti persónulegt met í kúluvarpi innanhúss með 4kg kúlu varpaði 9,75m. Einar Daði Lárusson ÍR endaði svo kvöldið með sigri í 200m hlaupi og setti persónulegt met 22,35m en Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki varð annar á 22,90 sek. Einar Daði býr sig nú af kappi undir stóra alþjóðlega keppni í tugþraut í Kladno í Tékklandi 9.-10. júní, segir í fréttatilkynningu frá ÍR.

Úrslit mótsins er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author