Goggi Galvaski ekki haldið í ár

Ástæðurnar fyrir því að Goggi verður ekki haldinn í ár eru fyrst og fremst minnkandi þátttaka undanfarin ár en einnig vegna þess að því miður eru aðstæður á frjálsíþróttavelli Mosfellinga ekki lengur boðlegar til slíks mótahalds vegna ástands hlaupabrauta og stökksvæða sem og vegna ófullnægjandi tækjakosts.
 
Stjórn frjálsíþróttadeildar Aftureldingar vonast þó til að hægt verði að bæta ástand Varmárvallar með aðstoð frá bæjarfélaginu og að mótið geti farið fram að ári og haldi áfram að vera það mót sem svo margir ungir og upprennandi íþróttamenn stíga sín fyrstu skref á.
 
 
 
 

FRÍ Author