Góður þrautarárangur í erfiðri báráttu við veðuröflin

Tristan Freyr hlaut alls 6962 stig og sigraði í flokki 18-19 ára. Þessi árangur Tristans er ekki langt frá meti Einars Daða Lárussonar í þessum aldursflokki eða 7394 stig. Í öðru sæti varð Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki með 5113 stig og þriðji varð Jón Gunnar Björnsson ÍR með 5099 stig.
 
Í sjöþraut kvenna sigraði Sandra Eiríksdóttir ÍR með 3556 stig og í flokki 16-17 ára stúlkna bar Sara Hlín Jóhannsdóttir Breiðabliki sigur úr býtum með 3624 stig. Í karlaflokki sigraði Árni Björn Höskuldsson FH með 5468 stig.
 
Í tugþraut í flokki 16-17 ára sigraði Guðmundur Smári Daníelsson UMSE með 6094 sig. Annar varð Guðmundur Karl Úlfarsson Ármanni með 5748 stig og þriðji varð Gunnar Eyjólfsson UFA með 5197 stig.
 
Ragúel Pino hlaut alls 2553 stig í fimmtarþraut sem er nýtt met í þessari grein, eins og áður sagði.
 
Úrslit í einstökum greinum þrautarinnar má sjá hér.

FRÍ Author