Góður langstökksárangur

Þorsteinn Ingvarsson HSÞ stökk 7,46 m á stóru móti í Gautaborg laugardaginn 13. febr. sl. og bar sigur úr býtum, eftir harða keppni. Árangur hans er bæði persónulegt met og fjórði besti árangur Íslendings í greininni innanhúss, á eftir þeim Jóni Arnari Magnússyni, Jóni Oddssyni og Kristjáni Harðarsyni.
 
Jóhanna Ingadóttir ÍR keppti einnig á mótinu í bæði langstökki og þrístökki. Hún stökk 12,14 m í þrístökki og varð í 6. sæti og í 7. sæti í langstökkinu með 5,48 m.
 
Öll úrslit á mótinu má sjá hér.

FRÍ Author