Góður árangur um helgina hjá íslensku frjálsíþróttafólki í Evrópu

Kristín byrjaði daginn á að hlaupa undanrásir í 100m grindahlaup á 13,96 sek ( 2,3m/s) sem dugði henni til sigurs í sínum riðli. Hún varð síðan 2. í úrslitahlaupinu á 14.03 sek í löglegum vindi sem er hennar þriðji besti árangur. Kristín kastaði síðan kúlunni 10.31m og varð í 6. sæti.
 
Í langstökkinu stökk Kristín Birna 5.81m og varð fjórða aðeins 8 cm frá 3. sætinu og Jóhanna stökk 5.72m og varð í 6. sæti en langstökkið vannst á 6.30m.
 
Jóhanna stökk  12.44 m í þrístökkinu og 6. sæti. Þetta er ársbesta utanhúss hjá þeim báðum. Óðinn Björn keppni í kúluvarpi og var 1 cm frá 1. sæti, en hann varpaði kúlunni 18,37 m.
 
Stefán hljóp hindrunina á 9:21:06 mín. og 1.500m rúmri 4 mín og 1 sek. sem er hans þriðja besta hlaup í þessari grein. Björgvin hljóp 400 grindarhlaup á 52,54 sek., sem er nokkuð góð byrjun.
 
Úrslit mótsins í Svíþjóð eru hér.

FRÍ Author