Góður árangur og mikil keppni á fyrri degi MÍ

Þorsteinn var aðeins 2 cm frá nýju mótsmeti en hann stökk 7,62 m, en Kristinn Torfason FH 7,26 m. Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ stökk 5,90 m í langstökki og sigraði. Önnur var Hafdís Sigurðardóttir HSÞ með 5,61 m og þriðja var Fjóla Signý Hannesdóttir HSK/Selfoss með 5,26 m.
 
Sandra Pétursdóttir ÍR sigraði í sleggjukasti með 51,15 m efti hörkukeppni við Aðalheiði M. Vigfúsdóttur Breiðablik, sem leiddi keppnina lengst af. Aðalheiður kastaði 49,75 m og þriðja varð María Ósk Felixdóttir ÍR með 48,10 m.  Bergur Ingi Pétursson FH sigraði karlasleggjuna með 65,26 m, en Vigfús Dan Sigurðsson ÍR var annar. Hann kastaði sleggjunni 49,04 m.
 
Guðmundur Hólmar Jónsson Árm. kastaði spjótinu 65,97 m og sigraði eftir góða keppni frá Erni Davíðssyni FH sem kastaði 62,92 m. Þriðji var Fannar Gíslason FH með 58,62 m. Anna Pálsdóttir HSK/Selfoss sigraði spjótkast kvenna með 38,16 m.
 
Magnús Valgeir Gíslason Breiðablik var 1/100 úr sek á undan Birni Jónssyni í 100 m hlaupinu, en þeir hlupu á 11,11 sek og 11,12 sek. Kolbeinn Þorbergsson úr Fjölni var skammt þar á eftir með 11,36 sek. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sigraði í 100 m hlaupi kvenna á nýju persónulegu meti, 12,33 sek. Önnur varð Hafdís Sigurðardóttir HSÞ með 12,59 sek og þriðja varð Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ á tímaanum 12,64 sek.
 
Þorkell Einarsson FH sigraði 400 m hlaupið eftir mikla og spennandi keppni við þá Harald Einarsson HSK/Selfoss, en Snorri Sigurðsson ÍR varð 3. Tímar þeirra voru: 50,34 sek., 50,59 sek og 50,90 sek. Jafnt og spennandi hlaup. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR sigraði 400 m hlaup kvenna eftir mikla baráttu við Stefaníu Valdimarsdóttur í Breiðablik. Þær komu í mark á tímunum 57,23 sek og 57,44 sek. Stefanía Hákonardóttir Fjölni varð síðan þriðja á 60,35 sek.
 
Kári Steinn Karlsson Breiðablik sigraði nokkuð örugglega í 1.500 m hlaupi karla á 3:54,81 mín, en annar varð Þorbergur Ingi Jónsson ÍR á 3:57,37 mín. Stefán Guðmundsson Breiðablik varð 3. á 4:02,64 mín, en hann hafði skömmu áður hlaupið 3.000 m hindrunarhlaup á 9:25,73 mín.  Hin unga og bráðefnilega Anita Hinriksdóttir ÍR sigraði í 1.500 m hlaupi kvenna og Fríða Rún Þórðardóttir varð 2. og Helga Elíasdóttir Fjölni 3.
 
Kristín Birna Ólafsdóttir sigraði 100 m grind kvenna á 13,96 sek og Fjöla Signý Hannesdóttir HSK/Selfoss varð önnur á 14,99 sek og María Rún Gunnlaugsdóttir úr Árm. 3. á 15,22 sek. Í 110 m grind karla sigraði Bjarki Gíslason UFA á 15,94 sek. Annar var Ólafur Guðmundsson HSK/Selfoss á 15,01 sek og 3. varð Örn Dúi Kristjánsson UFA á 16,27 sek. Hulda Þorsteinsdóttir ÍR sigraði í stangarstökki með 3,32 m en mikil bleyta gerði keppni erfiða.
 
Öll úrslti á mótinu er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ hér. Keppni verður framhaldið á morgun, sunnudag kl. 12 í utankeppni 200 m hlaups og kl. 13:30 í 400 m grindarhlaupi karla og kvenna.

FRÍ Author