Góður árangur hjá Ragnheiði Önnu í kringluasti

Sínum besta árangri náði Ragnheiður árið 2006, þegar hún náði 50,18 m kasti sem var bæði stúlknamet og met í undir 20 ára flokki kvenna. 

 

Þessi árangur Ragnheiðar á laugardaginn er fjórði besti árangur Íslendings frá upphafi í greininni. Aðeins Guðrún Ingólfsdóttir sem á metið 54,45 m sett árið 1985, á betri árangur frá upphafi en Ragnheiður, sbr. afrekaskrá FRÍ. Halla Heimisdóttir úr Ármanni á síðan 49,50 m sem er 3. besti árangur frá upphafi í kringlukasti kvenna. Afrekaskrá FRÍ kvenna í kringlukasti má sjá hér.

 

Góður árangur varð í öðrum greinum á mótinu líka. Sandra Pétursdóttir úr ÍR kastaði sleggjunni 50,52 m. Íslandsmet hennar frá því í fyrra er 54,19 m.

 

Hilmar Jónsson úr ÍR sendi sleggjuna 43,27 m, en hann keppir í flokki pilta 13-14 ára. Önnur úrslit á mótinu 15. maí sl., má sjá á mótaforriti FRÍ hér

FRÍ Author