Góður árangur hjá Berg Inga

Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari úr FH er að koma til eftir nokkra fjarveru úr keppnishringum, en hann þeytti sleggjunni 70,42 m á móti í Kaplakria á laugardaginn. Þetta er besti árangur ársins í greininni.
Á sama móti kastaði hinn 14 ára gamli Hilmar Örn Jónsson úr ÍR 3 kg sleggju 58,76 m sem er met í þessum aldursflokki. Fyrra met átti hann sjálfur, 57,58 m, sett í ágúst á þessu ári.
Guðmundur Karlsson gamli methafinn í sleggju henti lóði 16,09 m.

FRÍ Author