Góður árangur Chelsey Sveinsson

Hin hálf-íslenska Chelsey Kristína Birgisdóttir Sveinsson náði góðum tíma þegar hún sigraði á bandaríska úrtökumótinu í sínum aldursflokki.Tími hennar var 4 mín. og 23,67 sek. Þessi árangur er rétt rúmum 2 sek. frá Íslandsmeti Ragnheiðar Ólafsdóttur í stúlknaflokki sem sett var árið 1981.
 
Með sigri sínum ávann hún sér rétt til þátttöku á HM ungmenna, sem haldið er í Bressanone á Ítalíu í næstu viku, sem fulltrúi Bandaríkjanna.
 
Mótið fór fram í Ypsilanti í Michigan 30. júní og 1. júlí sl.

FRÍ Author