Góður árangur á Reykjavik International Games í gær

Besti árangur karla og kvenna:
Verðlaun fyrir besta árangur karla og kvenna fengu þau Kristinn Torfason FH og Lena Bentsson frá Svíþjóð. Kristinn stórbætti árangur sinn í langstökki í gær þegar hann stökk 7,43 metra og sigraði nokkuð óvænt.
Þessi árangur gefur 1006 stig skv. stigatöflu IAAF. Annar varð David Cook frá Wales með 7,32m og Bjarni Malmquist Jónsson Fjölni varð í þriðja sæti, stökk 6,96.
Lena Bentsson hljóp 60m á 7,46 sek. og sigraði með nokkrum yfirburðum í þeirri grein, en þetta var jafnframt besti árangur í kvennaflokki á mótinu eða 1085 stig skv. stigatöflu IAAF.
Í öðru sæti í 60m hlaupi kvenna varð Norski methafinn, Ezinne Okparaebo á 7,60 sek. og Sara George frá Wales varð í þriðja sæti á 7,86 sek.
 
Snorri og Hafdís með met.
* Snorri Sigurðsson ÍR bætti árangur sinn í 800m hlaupi um rúmlega 1,5 sek. þegar hann sigraði á tímanum 1:54,91 mín og bætti um leið íslandsmetin í drengja- og unglingaflokki, drengjmetið (17-18 ára) átti hann sjálfur (1:56,45 mín), en unglingametið (19-20 ára) var 1:55,38 mín (Bjartmar Örnuson UFA frá 2007).
Í öðru sæti í hlaupinu varð Ólafur Konráð Albertsson ÍR á persónulegu meti, 1:57,34 mín og Bjartmar Örnuson UFA varð þriðji á 1:58,63 mín.
* Hafdís Sigurðardóttir HSÞ sigraði besta langstökkvara Norðmanna og stökk í fyrsta sinn yfir 6 metra og jafnaði ungkvennamet (21-22 ára) Bryndísar Hólm ÍR frá árinu 1985, 6,02 metra. Margrethe Renström Noregi varð svo í öðru sæti, stökk 5,99 metra og Jóhanna Ingadóttir ÍR þriðja með 5,85 metra.
 
Úrslit úr öðrum greinum:
* Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki sigraði í 60m grindahlaupi kvenna á 9,05 sek. Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni varð í öðru sæti í 9,14 sek. Ágúst Tryggvadóttir Umf.Selfoss varð þriðja
á 9,16 sek.
* Mark Johnson Bandaríkjunum vann stangarstökk karla, stökk 4,60 metra. Bjarki Gíslason stökk 4,40m.
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni sigraði í hástökki kvenna með persónulegu meti eftir mikla keppni við Ágústu Tryggvadóttur Umf.Selfoss, sem jafnaði sinn besta árangur í gær. Helga stökk 1,73m og Ágústa 1,70m. Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR var í þriðja sæti með 1,61m.
* Bretinn Rubin Tabares vann 60m hlaup karla á 7,02 sek. Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki kom annar í mark á 7,08 sek. og Kristinn Torfason hlaut þriðja sætið, en hann sigraði í fyrri riðli á 7,10 sek.
* Rebecca Nuttall frá Wales sigraði 1500m hlaup kvenna eftir að Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni hafi leitt hlaupið lengst af. Rebecca hljóp á 4:37,28 mín, Arndís Ýr kom önnur í mark á 4:39,48 mín og Fríða Rún Þórðardóttir ÍR varð í þriðja sæti á 4:41,21 mín.
* Ryan Spencer Jones frá Wales sigraði í kúluvarpi karla með 16,19m, Ásgeir Bjarnason FH varð annar með 14,61m og Börkur Sveinsson UFA í þriðja með 13,19m.
* Lena Bentsson Svíþjóð sigraði í 200m hlaupi á 24,39 sek. Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni varð í öðru sæti á 25,28 sek. og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR varð í þriðja sæti á 26,11 sek.
* Trausti Stefánsson FH vann góðann sigur á Thomas Knight frá Wales í 200m hlaupi karla, Trausti kom í mark á 22,19 sek., Thomas á 22,50 sek. og Steinþór Óskarsson Ármanni varð þriðji á 23,00 sek.
* Hafdís Sigurðardóttir HSÞ tryggði sér sinn annan sigur á mótinu í 400m hlaupi, en hún sigraði á persónulegu meti, 57,28 sek. Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki kom önnur í mark á 59,67 sek. og María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni varð í þriðja sæti á sínu besta tíma, 59,81 sek.
* Walesverjarnir Glyn Hawkes og Nathan Felvus unnu tvöfallt í 400m hlaupi karla, Glyn hljóp á 48,74 sek. og Nathan á 50,15 sek. Leifur Þorbergsson Fjölni varð þriðji á persónulegu meti 50,44 sek.
* Sara Barry frá Wales setti nýtt landsmet í þrístökki kvenna, en hún sigraði með 12,39 metra, Jóhanna Ingadóttir ÍR varð í öðru sæti með 12,19m og Ágústa Tryggvadóttir varð þriðja með 11,87m.
* Norðmaðurinn Kjeltil Måskestad sigraði með góðum lokahring í 1500m hlaupi karla á 3:56,84 mín, annar varð Karoly Varga FH á 3:58,21 mín og í þriðja sæti varð Rhys Glastonbury Wales á 4:00,86 mín.
 
Heildarúrslit frá Reykjavik International Games eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 

FRÍ Author