Góður árangur á kastmóti FH

Í kringlukasti karla sigraði Hákon Ingi Haraldsson FH með 36,38m sem er persónuleg bæting. Mímir Sigurðsson FH gerði sitt eina kast ógilt. Aðstæður til kringlukasts voru ekki upp á marga fiska þar sem kalt var í veðri og gekk á með skúrum, svo að hætta þurfti keppni í kringlukasti karla eftir aðeins eina umferð, segir í tilkynningunni ennfremur.

Í kúluvarpi karla náði Stefán Velemir bestum árangri þegar hann varpaði kúlunni 16,94m sem er bæting um 2,25m. Sá árangur lyftir Stefáni upp um 28 sæti á afrekaskránni í kúluvarpi innanhúss frá upphafi eða úr 39 sæti í það 11. Eins er árangur Stefáns annar besti árangur í kúluvarpi innanhúss í ár sem og sl. 4 ár. Ásgeir Bjarnason var annar með 15,74m en Ásgeir á best 15,98 innanhúss í ár. Hilmar Örn Jónsson var svo þriðji með 14,52m. Í kúluvarpi kvenna sigraði Kristín Karlsdóttir FH með 10,81m sem er persónuleg bæting. Önnur var Guðný Sigurðardóttir FH með 9,81 og þriðja Hulda Sigurjónsdóttir Íþróttafélaginu Suðra með 9,70m sem er nýtt íslandsmet fatlaðra í flokki 20 ára. Fjórða var svo Vigdís Jónsdóttir með 8,98m.

FRÍ Author