Góður árangur á JJ móti Ármanns

Ármenningar fjölmenntu í 800 m hlaup karla með Björn Margeirsson fremstan í flokki. Vegna vinds var árangur ekki sá besti, en hann kom fyrstur í mark á 2:00.01 mín. Viktor Orri Pétursson og Ernir Jónsson komu næstir í mark á eftir honum.
 
Mikil keppni var í mótvindi í 100 m hlaupi karla. Þar kom fyrstur í mark, Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA á 11,45 sek. Annar varð Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki á 11,54 sek., Bjarki Gíslason UFA 3. á 11,55 sek og 4. varð Juan Ramón Borges Bosque ÍR á 11,57 sek. Hafdís Sigurðardóttir kom fyrst í mark í 100 m hlaupinu á 12,62 sek, en mótvindur var 6,2 m/sek.
 
Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi, sigraði í 400 m grind á 67,26 sek. í miklum vind.
 
Úrslit mótsins má sjá á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author