Góður árangur á fyrri degi Meistaramóti Íslands innanhúss

Það var Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, sem sigraði 400 m hlaup karla á tímanum 48,58 s.  Sigurvegarinn í 60 m hlaupa kvenna var Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR á tímanum 7,70 s.  Sigurvegari í 60 m hlaupi karla var Haraldur Einarsson úr HSK/UMF Selfoss á tímanum 7,08 s. Íslandsmeistari í stangarstökki karla er Mark Johnson úr ÍR.  Vippaði hann sér yfir 4,80 m í dag.  Kúluvarpið sigruðu  FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson með 17,78 m og Sveinbjörg Zophoníasdóttir með 13,31 m.  Stefán Þór Jósefsson úr UFA sigraði þrístökk karla með stökk upp á 12,59 m og Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sigraði langstökk kvenna þegar hún stökk 6,17m.  ÍR-ingarnir Hlynur Andrésson og Fríða Rún Þórðardóttir sigruðu 1.500 m hlaupin.  Hlynur hljóp vegalengdina á 4:10,23 s og Fríða Rún á 5:14,16 s.  Hástökk kvenna sigraði María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni.  Stökk hún 1,73 m í dag.
 
 
Myndina af Anítu tók Gunnlaugur Júlíusson.

FRÍ Author