Góður árangur á Frjálsíþróttamóti RIG

Óvæntustu úrslit mótsins eru eflaust úr 1500m hlaupi kvenna, en þar sigraði Björk Herup Olsen frá Færeyjum á lokasprettinum, eftir að Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR hafði leitt hlaupið frá fyrstu metrum. Björk sigraði á tímanum 4:38,04 en Fríða var aðeins nokkrum sekúntubrotum á eftir henni. Í fjórða sæti var Aníta Hinriksdóttir úr ÍR á nýju telpnameti 4:50,50
 
Jóhanna Ingadóttir sigraði bæði í lang- og þrístökki, hún stökk 12,27 í þrístökkinu og 5,77 í langstökkinu, Hafdís Sigurðardóttir var þó ekki langt á eftir henni þar, með stökk uppá 5,74
 
Í kúluvarpi kvenna voru þrír keppendur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni, ásamt Ágústu Tryggvadóttir frá umf.Selfoss – Helga Margrét setti íslandsmet ungkvenna 19-20 og 20-21 þegar hún kastaði kúlunni 14,87 og lenti í 1. sæti
 
Snorri Sigurðsson, úr ÍR gerði sér lítið fyrir og setti íslandsmet í flokki 19-20 ára ungkarla, þegar hann sigraði 800m hlaupið á tímanum 1:53,85 ,félagi hans, Ólafur Konráð Albertsson kom svo næstur á 1:54,80 
 
Öll úrslit mótsins má nálgast í mótaforriti FRÍ  

FRÍ Author