Góður árangur á fjölmennu Áramóti Fjölnis og met hjá Kára í 5.000 m

Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ Stökk 7,49 m. í Langstökki karla og var aðeins 3 cm. frá meti í ungkarlaflokki. Bæting hjá honum innanhúss. 
 

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR vann 300 m. hlaup kvenna á tímanum 40,04 og vann með því besta afrek mótsins, en hún hlaut 1023 stig fyrir þetta. Þetta er 2. besti tími innanhúss hjá konum í þessari vegalengd. Þetta er besti tími í flokki meyja, stúlkna og ungkvenna 19-20 ára, en það er ekki skráð met í þessum flokki skv. skrá FRÍ.

Aníta Hinriksdóttir, ÍR bætti sinn besta tíma í 800 m. hlaupi er hún kom í mark aðeins 6/100 frá gildandi meti í hennar aldursflokki eða á 2:18,10 en metið er 2:18,04 sem Stefanía Valdimarsdóttir á.

Margir voru að bæta sinn persónulega árangur og var gaman að fylgjast með ungum og efnilegum íþróttamönnum. 

Frjálsíþróttadeild Fjölnis þakkar keppendum og starfsmönnum fyrir mótið og óskar öllum Frjálsíþróttaunnendum Gleðilegs nýs keppnisárs. 

f.h. mótsnefndar,

Guðlaug Baldvinsdóttir. 

Öll úrslit mótsins er hægt að sjá í Mótaforriti FRÍ hér.

FRÍ Author