Góður árangur á EM öldunga í Slóveníu

Hafsteinn Óskarsson náði að tví bæta metið í 45 ára aldursflokki í 1.500 m hlaupi, á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti öldunga í Slóveníu. Fyrst hljóp hann á 4:25,99 í undanrásum og síðan í 4:25,45 í mjög taktísku úrslitahlaupi. Aftur bætti hann met í undanúrsltum 800 m hlaupsins 2:05,48 mín., en náði ekki að bæta sig í úrslitahlaupinu.
 
Natalia Jonsson keppti í langstökki í 40 ára flokkum á náði 7 sæti með 4,58 m, sem hún náði í fyrsta stökki. Hún varð reyndar að hætta eftir tvær umferðir vegna meiðsla í hæl. Stefán Hallgrímsson sigraði í fimmtarþraut í 60 ára flokknum og varð 3. í tugþraut í sama aldursflokk. Hann keppir einnig í fleiri greinum, s.s. 300 m grindarhlaupi og stangarstökki.
 
Halldór Matthíasson varð í 3. sæti í fimmtarþraut með 2.958 stig. Hann keppti einnig í tugþraut og lenti þar í 7. sæti 5.302 stig.
 
Úrslit mótsins má sjá á: www.evacs2008.si

FRÍ Author