Góður árangur á EM Master Games í Malmö

Góður árangur hefur náðst hjá okkar mönnum á European Masters Games sem fram fer í Malmö í Svíþjóð um þessar mundir.
 
Stefán Hallgrímsson, ÍR, sem keppir í flokki 60 til 64 ára vann tugþrautina með 7734 stig. Árangur hans í einstökum greinum var sem þessi:
100m hlaup: 14,22/ 0,7,
langstökk: 4,33/-0,7
kúluvarp: 12,28
hástökk: 1,49
400m hlaup: 64,32
100m grind: 17,57/-1,3
kringlukast: 42,59
stangarstökk: 3,20
spjótkast: 45,04
1500m hlaup: 5:30,36
 
Jón H. Magnússon, ÍR, sem keppir í flokkir 70 til 74 ára sigraði í lóðkasti. Hann kastaði 15,50m. Jón varð annar í sleggjukasti með 40,48m og varð fimmti í spjótkasti með 29,41 metra.
 
Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki, sem keppir í flokki 35 til 39 ára, sigraði með nokkrum yfirburðum í kringlukasti með 42,25 metrum. Næsti maður kastaði 35,98 metra. Jón Bjarni varð annar í lóðkastinu með 14,34 metra.
 
Sigurður Haraldsson, Leikni Fáskrúðsfirði, sem keppir í flokki 75 til 79 ára, varð annar í kúluvarpi með 9,54 metra, þriðji í lóðkasti með 13,42 metra, þriðji í kringlukasti með 30,20 metra og fimmti í sleggjukasti með 26,55 metra kasti.
 
Sjá nánar á bloggsíðu eldri frjálsíþróttamanna.

FRÍ Author