Góður árangur á Áramóti Fjölnis

Aldursflokkamet sem sett voru á mótinu:

  • 600 m hlaup Ester Rós Arnarsdóttir Breiðablik, nýtt met 1:37,26 í flokki 14 ára  (var 1:39,75 Arna Stefanía Guðmundsdóttir frá 2009).
  • Stangarstökk 18-19 ára – Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðablik bætti metið þegar hann stökk 4.70 m.
  • Stangarsstökk 13 ára – Arnór Breki Ásþórsson Breiðablik – bætti metið og stökk 2.90 m.
  • 5000 m. hlaup – Tómas Zoega Geirsson, Breiðablik – bætti metið  15:45, 34 í 18-19 ára flokki (átti metið sjálfur 16:07,3)
  • 800 m. hlaup – Reynir Zoega  Breiðablik 2:15,64 ´met í flokki 12 ára (metið var 2:21,9 Finnbogi Gylfason FH frá 1982) og  í 13 ára flokki ( en það átti Valdimar Ingi Jónsson, Fjölni  2:16,55 frá 2010)
  • Kúluvarp – 4 kg. Hilmar Örn Jónsson  ÍR (átti metið sjálfur 17,27 frá fyrr í mánuðinum) kastaði núna 17,81 Kúluvarp – flokki fatlaðra – 6 kg. Kúla – Davíð Jónsson Ármanni, 11,01 m.

ÍR-ingurinn Mark W. Johnson sigraði í stangarstökki, er hann fór yfir 4,80 m. Í öðru sæti var Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik, með 4,70 m sem er met í flokki 18-19 ára flokki. Í þriðja sæti var Stefán Árni Hafsteinsson ÍR, en hann fór 4,40 m. Arnór Breki Ásþórsson Breiðabliki setti nýtt met í 13 ára flokki 2,90 m. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR sigraði í 200 m hlaupi á 25,47 sek. Fjölnismaðurinn Sigurður Lúðvík Stefánsson sigraði í 60 m hlaupi karla á 7,31 sek, en jafnir í 2-3 sæti urðu Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA og Juan Ramón Borges á 7,36 sek.  

Öll úrslit mótsins er hægt að sjá á heimasíðu FRÍ hér: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1777.htm

Segja má að um leið og þetta er síðasta innanhússmótið á árinu, sé í raun innanhússkeppnistímabilið hafið fyrir alvöru. Næstu innanhússmót eru strax í byrjun janúar og standa út febrúar. 

 

FRÍ Author