Góður árangur á Aðventumóti Ármanns um helgina

Styrmir Dan bætti 28 ára innanhússmet Þrastar Ingvarssonar USAH um 5 cm og 35 ára met Stefáns Þórs Stefánssonar ÍR frá 1978 um 2 cm. Styrmir Dan átti 1,80m áður. Er ráin var komin í 1,86m felldi hann tvisvar en fór svo yfir í 3. og síðustu tilraun. Þá var ráin sett í 1,90m og Styrmir laumaði sér yfir í 1. tilraun. Að lokum reyndi hann við 1,93m sem reyndis honum ofviða að þessu sinni.
 
Á Meistaramóti Íslands í fyrra hittist einmitt svo vel á að Stefán Þór veitti Styrmi Dan gullverðlaun í hástökki 13 ára á Laugardalsvelli. Þar lætur þulurinn þau orð falla að piltarnir ættu að stefna á 1,90m markið á komandi ári, en það er Íslandsmetið utanhúss frá 1977. Utanhússmetið stóðst atlöguna, en Styrmi tókst að jafna metin innanhúss. Árið er þó ekki úti og á hann líklega nokkur mót eftir til að gera enn betur.
 
Stymir Dan hefur verið framúrskarandi afreksmaður í yngri flokkum undanfarin ár og má búast við að úr honum verði mikill afreksmaður í frjálsíþróttum. Á Þorlákshafnarsvæðinu er góður vaxtabroddur í frjálsum og þjálfarinn Rúnar Hjálmarsson að vinna góð verk.
 
Heildarúrslit mótsins má finna hér
 
Metstökk Styrmis má sjá hér
 

FRÍ Author