Góður árangrur, met og bætingar í Gautaborg um helgina

Stefán Guðmundsson Breiðabliki bætti eigið íslandsmet í 2000m hindrunarhlaupi 21-22 ára, en hann sigrði
í karlaflokki á 5:54,09 mín og bætti met sitt frá sl. ári um rúmlega 2 sek. Íslandsmet karla er 5:47,10 mín
(Sveinn Margeirsson, 2002). Stefán bætti sig einnig vel í 1500m, hljóp á 3:57,64 mín.
 
Þá bætti Linda Björk Valbjörnsdóttir UMSS meyjametið í 300m grindahlaupi, hljóp á 44,52 sek., gamla metið átti Þóra Kristín Pálsdóttir ÍR, en það var 44,76 sek. frá þessu sama móti árið 2004.
 
Trausti Stefánsson FH bætti árangur sinn, bæði í 100 og 200m hlaupum á mótinu, en hann hljóp 100m á 11,06 sek. og 200m á 22,12 sek., sem er besti tími ársins í þeirri grein og 3/10 sek. bæting hjá honum.
 
Þá hljóp Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ á sínum bestu tímum frá árinu 2006 og náði jafnframt besta árangri
ársins í 800m og 1500m, en hann hljóp 800m á 1:53,21 mín (8.sæti) og 1500m á 3:53,96 mín (12.sæti).
Í þessum greinum hljóp Þorbergur Ingi Jónsson Breiðabliki á bestu tímum sínum frá upphafi eða 1:54,08 mín og
3:54,86 mín og Bjartmar Örnuson UFA bætti sinn besta árangur í 800m hlaupi um 2,5 sek., hljóp á 1:54,53 mín.
 
Önnur helstu úrslit íslensku keppendana á mótinu:
* Björgvin Víkinsson FH, Hljóp 400m grindahlaup á 53,25 sek.(5.sæti).
* Þorsteinn Ingvarsson HSÞ stökk 7,01m í langstökki (4.sæti), hljóp 110m grind á 15,35s (6.sæti), hljóp 100m á 11,23s og 200m á 22,83s.
* Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, stökk 5,67m í langstökki(5.sæti), hljóp 100m á 12,78s og 200m á 25,82s.
* Gauti Ásbjörnsson UMSS stökk 4,47m í stangarstökki (13.sæti).
* Aðalheiður María Vigfúsdóttir Breiðabliki kastaði sleggju 45,61 metra(8.sæti).
* Arnór Jónsson Breiðabliki hljóp 200m á 22,65s.
* Steinþór Óskarsson Ármanni hljóp 200m á 22,75s.
 
Þeir fjórir krakkar sem sigruðu í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express kepptu á mótinu um helgina og stóðu
þau sig með miklum sóma, en árangri þeirra verða gerð sérstök skil í næstu frétt hér á síðunni.
 
Heildarúrslit frá Gautaborgarleikunum: www.vuspelen.just.nu
 

FRÍ Author