Fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins, Stórmót ÍR, fór fram í Laugardalshöll síðastliðna helgi.
Mikill fjöldi íslenskra og færeyskra keppenda tóku þátt á mótinu í ár og voru margir að bæta sinn persónulegra árangur. Þess má geta að fjöldi persónulegra bætinga á mótinu í ár var 594 í heildina. Sjá hér.
Fjögur met féllu á mótinu í ár.
Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth ÍR setti aldurflokkamet í flokki 18-19 ára, 20-22 ára stúlkna og Íslandsmet kvenna í 60 m hlaupi er hún hljóp vegalengdina á tímanum 7,47 sekúndum. Glæsilega gert hjá henni!
Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni setti aldurflokkamet í flokki 15 ára pilta er hann stökk yfir 2,01 m í hástökki. Glæsilegur árangur hjá honum!
Hér má sjá öll úrslit mótsins.