Vigdís Jónsdóttir FH kastaði sleggjunni yfir 60 metra í öllum köstum og lengst 61,71m og vantaði aðeins 6 sm uppá til að bæta eigið Íslandsmet.
Í sleggjukasti stúlkna 16-17 ára setti Guðný Sigurðardóttir FH aldursflokkamet og bætti fjögurra ára gamalt aldursflokkamet Vigdísar Jónsdóttur FH um rúma 3 metra með kasti uppá 54,78 m, Rut Tryggvadóttir ÍR kastaði líka yfir eldra metinu og kastaði hún lengst 54,60 m. Hér eru sannarlega efnilegar stelpur á ferðinni og framtíðin í sleggju kvenna er björt!
Kristín Karlsdóttir FH bætti sig verulega í kringlukasti, þegar hún kastaðu 48,90 m sem kemur henni uppí 6 sæti kringlukastara kvenna á Íslandi frá upphafi.
Mímir Sigurðsson og Tómas Gunnar Gunnarsson Smith báðir FH bættu sinn besta árangur og færa sig upp í afrekaskrá í sínum greinum. Efnliegir strákar þar á ferð.
Nánari úrslit er að finna hér