Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki byrjaði fyrri daginn í sjöþrautinni mjög vel í morgun með því að bæta sig í 100 m grindahlaupi og stökkva yfir 1,51 m í hástökki.
Seinni tvær greinar dagsins voru kúluvarp og 200 m hlaup.
Irma kastaði 12,77 m í þriðja og síðasta kasti og hlaut hún 712 stig fyrir. Þessi árangur tryggði henni 8. sætið í kúluvarpskeppninni af þeim 27 keppendum sem keppa í sjöþrautinni. Glæsilega gert hjá Irmu.
Irma hljóp síðan 200 metrana á tímanum 25,91 sek (-0,4 m/s) og hlaut hún 805 stig fyrir þann árangur. Hennar besti árangur í greininni er 25,67 sek (+0,4 m/s) sem hún náði á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum í síðasta mánuði.
Irma er sem stendur í 22. sæti af 27 keppendum eftir fyrri keppnisdag.
Hér má sjá nánari úrslit.
Virkilega flottur dagur hjá Irmu og verður mjög spennandi að fylgjast með henni á morgun!
ÁFRAM ÍSLAND!