Góður árangur á MÍ í öldungaflokki um nýliðna helgi.

 Í flokki 65-69 ára bætti Gunnar Snorrason, Breiðablik, met Ingólfs Sveinssonar í 3000m hlaupi um 40 sek þegar hann hljóp á 12:41,53 og Helgi Hólm Keflavík, bætti metið í hástökki án atrennu um 10 cm með stökki yfir 1,20 m en hástökk án atrennu var aukagrein á mótinu.

Í flokki 60-64 ára bætti Stefán Hallgrímsson ÍR,  met Helga Hólm í hástökki um 2 cm þegar hann stökk yfir 1,50 m, þá bætti hann eigið met í 60 m grindahlaupi um 28 hundraðshluta úr sek þegar hann hljóp á 10,30 sek og að lokum bætti hann met Trausta Sveinbjörnssonar í 200m hlaupi um tæpar 2 sek þegar hann hljóp á 28,94. Ingólfur Björn Sigurðsson Fjölni, sett met í 400m hlaupi á tímanum 69,98 sek og 1500m hlaupi á tímanum 6:15,11 mín, en ekki voru skráð met í þessum aldursflokki.

Í flokki 55-59 ára bætti Jón Ólafsson Breiðablik, met Friðriks Þórs Óskarssonar í 200m hlaupi um rúma sek þegar hann hljóp á 28,94 sek. Sumarliði Óskarsson ÍR, bætti met Jóhannesar Guðjónssonar í 800m hlaupi um tæpar 8 sekúndur þegar hann hljóp á 2:23,04 mín. Sigurjón Sigurbjörnsson ÍR, bætti fyrra met Stefáns Hallgrímssonar í 1500 m hlaupi um tæpar 40 sek þegar hann hljóp á 4:50,05 mín. Þá setti hann einnig nýtt met í 3000m hlaupi þegar hann hljóp á 9:58,86 mín. Þá gerði Kristján Gissurarson Breiðablik, tilraun til að bæta eigið Norðurlandamet í stangarstökki um 1 cm þegar hann reyndi við hæðina 4,11 m en felldi þrívegis.

Í flokki 50-54 ára bætti Hafsteinn Óskarsson ÍR, met Trausta Valdimarssonar í 1500m hlaupi um rúmar 15 sek þegar hann hljóp á 4:37,36 mín auk þess að bæta met Sigurjóns Sigurbjörnssonar í 3000m hlaupi, einnig um 15 sek, á tímanum 9:54,64.

Í flokki 45-49 ára hljóp Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir FH, 800m á 2:57,36 mín sem er nýtt met. Óskar Hlynsson Fjölni, bætti eigið met í 200m hlaupi á tímanum 24,31 sek og í 400m hlaupi á tímanum 55,02 sek. Þá jafnaði Agnar Steinarsson ÍR, eigið met í hástökki þegar hann stökk 1,65 m og var aðeins 1 cm frá eigin meti í langstökki.

Í flokki 40-45 ára bætti Vigdís Hrafnkelsdóttir UÍA, met í hástökki með stökki upp á 1,40 m.

Nánari úrslit má sjá í mótaforriti hér vinstra megin á síðunni.

FRÍ Author