Góð þátttaka á MÍ um helgina

Meðal keppenda eru þau Kolbeinn Höður Gunnarsson og Hafdís Sigurðardóttir úr UFA, Aníta Hinriksdóttir; Ívar Kristinn Jasonarson og Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR, svo nokkur séu nefnd til sögunar. Flestir keppendur eru skráðir til leiks frá ÍR eða 46, en heimamenn og Breiðabliksmenn eru með um 20 manns skráða til keppni. Tveir yngstu keppendur mótsins eru 14 ára og þótt meðalaldur keppenda sé ekki nema um 21 ár, er elsti keppandinn orðinn 62 ára, en sá þykir vera í góðu formi ennþá.
 
Keppni stendur frá kl. 13 til 16 bæði laugardag og sunnudag, en endanlegur tímaseðill verður gefinn út á fimmtudaginn.
 
Mótið fer fram í hinu nýja glæsilega frjálsiþróttahúsi í Kaplakrika í Hafnarfirði og má sjá nánari upplýsingar um mótið hér.

FRÍ Author