Góð þátttaka á MÍ 15-22 ára um helgina

Flestir keppendur eða 66 koma frá ÍR, en önnur félög sem sem senda fjölmenn lið eru FH, HSK/Umf. Selfoss og Breiðablik.
 
Búast má við að met falli enda því sem næst allt okkar besta fólk í þessum aldursflokkum skráð til leiks, m.a. ÍR-ingarnir Anita Hinriksdóttir, Arna Stefanía, Hilmar Örn Jónsson, Ívar Kristinn Jasonarson, svo nokkrir séu nefndir til leiks. Einnig er annað ungt of efnilegt frjálsíþróttafólks skráð til leiks og hefur verið að gera góða hluti að undanförnu, eins og t.d. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni, Stefanía Valdimarsdóttir og Sindri Hrafn Jónsson úr Breiðblik, Sveinbjörg Zophoníasardóttir úr FH, félagarnir frá Akureyri þeir Örn Dúi Kristjánsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson, svo fáein séu nefnd til sögunar.
 
Sjón er sögu ríkari og því óhætt að mæta í Höllina af þessu tilefni.
 
Nánari upplýsingar og öll úrslit er að hægt að sjá á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author