Góð þátttaka á Meistaramóti Íslands um næstu helgi

Forskráningu fyrir Meistaramót Íslands innanhúss sem fram fer um næstu helgi lauk á miðnætti.
Samtals eru 158 keppendur frá 14 félögum og héraðssamböndum skáðir í mótið.
Aðalhluti mótsins fer fram frá kl. 13:00-15:30 á laugardaginn og 13:00-16:00 á sunnudag.
 
Unnið er að uppsetningu mótins og ætti leikskrá að vera tilbúin á morgun.
Meistaramótið er bæði einstaklings og liðakeppni, en keppt er um Íslandsmeistaratitla í alls 26 greinum um helgina (13 greinum karla og 13 greinum kvenna), auk þess sem keppt er um Íslandsmeistaratitil félagsliða, bæði í kvenna- og karlakeppni og í samanlagðri stigakeppni beggja kynja. Stigakeppni á Meistaramótinu fer þannnig fram að efstu sex sæti í hverri grein reiknast til stiga skv. árangri viðkomandi (stigatafla IAAF). Árangur verður að vera yfir 600 stigum til að reiknast til stiga.

FRÍ Author